Aðaláherslur
Aðaláherslur Alþjóða-fjölskyldunnar og megin gildi eru:
Að elska Guð. Við elskum Guð af öllu hjarta, allri sálu, öllum huga og öllum mætti. Við leitumst við að ná persónulegu sambandi við Jesú Krist og þannig vaxa í trúnni og með því líkjast Honum og upplifa þann mikla kærleika sem einkenndi Hann í hvívetna.
- Sálmarnir 40:8, 42:1–2; Matteus 22:37–38; 1. Jóhannesarbr. 2:3,6, 5:3; Galatabr. 5:22–2
Að fylgja Guðs anda. Við viljum þekkja og skilja sannleikann sem felst í Orði Guðs og í Hans innsta guðdómlega eðli. Við virðum grundvallarlögmál hins ritaða Orðs, við viljum heyra Guðs Orð og varðveita það og láta Hann leiða okkur.
- Jobsbók 23:12; Sálmarnir 1:2, 119:11,105; Jeremía 15:16; Jóhannes 14:23; Kólossubr. 3:16; Postulasagan 2:17–18; Galatabr. 5:25; 2. Pétursbr. 1:19; 2 Tímóteusarbr. 2:15; Orðskviðirnir 3:5–6; Jesaja 30:21; Jóhannes 4:24; Rómverjabr. 8:14; Jóhannes 16:13
Að trúa á Jesú Krist og fylgja boðskap Hans. Við stefnum að því að skapa umhverfi þar sem félagar í Alþjóða-fjölskyldunni geta fylgt Jesú með persónulegu sambandi við Hann og með því tryggt skuldbindingar sínar gagnvart vilja Guðs hvað varðar líf þeirra.
- Lúkas 9:23; Jóhannes 12:26, 13:35; 1. Korintubr. 6:20; 2. Korintubr. 5:15; 2. Tímóteusarbr. 1:9; Jóhannes 14:21; Filippíbr. 3:14; Jóhannes 8:31–32, 10:27; Rómverjabr. 12:1–2; 1. Samúelsbók 12:24
Kærleikur til handa öllu mannkyninu. Hinn skilyrðislausi kærleikur Guðs til mannanna, sem á sér engin takmörk hvað varðar kynþátt, trúarsannfæringu eða þjóðfélagslega stöðu, hvetur okkur og leiðir okkur áfram þannig að við getum komið á móts við þarfir annarra, hvort sem það er á andlegu sviði eða á sviði hins daglega lífs.
- Sálmarnir 40:10; Orðskviðirnir 11:30; Jesaja 61:1–3; Matteus 5:14–16, 9:36, 25:35–40, 28:19–20; Jóhannes 21:17; 1. Jóhannesarbr. 3:16–18; 2. Korintubr. 5:14; Jesaja 52:7; Efesusbr. 5:2
Máttur hvers og eins. Við viljum leggja rækt við bróðerni og vinarþel manna á milli. Við leitumst við að hvetja fólk til samheldni og að virkja kærleikann svo því finnist það tilheyra einhverjum eða einhverju mikilvægu. Með því stuðlum við að bæði andlegum og praktískum stuðningi á meðal meðbræðra okkar og -systra. Saman getum við áorkað svo miklu meiru.
- Matteus 22:39; Jóhannes 13:34, 15:12–13; Galatabr. 6:10; Efesusbr. 4:32; 1. Þessaloníkubr. 3:12; Hebreabr. 13:1; 1. Pétursbr. 4:8; 1. Jóhannesarbr. 3:16, 4:20–21; Sálmarnir 133:1; 1. Korintubr. 1:10, 12:25–27; Filippíbr. 1:27; Galatabr. 6:2; Rómverjabr. 12:5, 1:12; 1. Þessaloníkubr. 5:11
Trúarlegar lausnir. Við nýtum trú okkar m.a. í þeim tilgangi að hjálpa öðrum til að komast yfir hindranir hversdagsins, finna lausnir á hvers kyns erfiðleikum, auka getu sína til hins ýtrasta og lækna brostin hjörtu. Við leitumst við að deila hinu andlega ríkidæmi okkar og þekkingu með öðrum.
- Jóhannes 6:63; 1. Korintubr. 2:4; 2. Korintubr. 3:6, 4:7, 10:4; Sálmarnir 28:7, 37:39; Sakaría 4:6b; Filippíbr. 2:13; 2. Korintubr. 1:4; Rómverjabr. 8:5–6, 26
Fjölbreytni og nýsköpun. Sköpunargáfa og eigin frumkvæði eru í hávegum höfð í hvers kyns trúboðsstörfum. Þegar Guð leiðir okkur og við ákveðum að fylgja Honum þá er allt mögulegt.
- Prédikarinn 9:10; Rómverjabr. 12:11; 1. Korintubr. 7:17, 12:4–7,11,12; Rómverjabr. 12:4–6; Efesusbr. 3:20; Filippíbr. 1:6; 2. Tímóteusarbr. 1:6
Að lifa í anda Jesú Krists. Við virkjum trú okkar í anda Jesú Krists og réttum þeim sem eiga um sárt að binda og/eða þeim sem eiga við erfiðleika að stríða hjálparhönd og leiðum þá í átt til Jesú Krists.
- 1. Jóhannesarbr. 2:6; Jóhannes 13:15; Efesusbr. 5:2; Jesaja 61:1–3; 1. Jóhannesarbr. 3:16–18; Postulasagan 20:35; Matteus 20:28; Matteus 25:40; Efesusbr. 6:6–7; Kólossubr. 3:17,23; 2. Korintubr. 4:5, 5:15,20; Orðskviðirnir 19:17