Alþjóða-fjölskyldan í Evrópu

Alþjóða-fjölskyldan (The Family International, TFI) í Evrópu er kristilegt tengslanet einstaklinga og hópa sem sameiginlega vinna að því að gera heiminn að betri stað að búa á. Við trúum því að kærleiki Guðs og kærleiki til náungans sé lykillinn að hinum flóknu og erfiðu vandamálum þjóðfélagsins, jafnvel í hinu hraðvaxandi þróunarsamfélagi í Evrópu í dag.

Í stuttu máli

Markmið Okkar

Markmið okkar er að virkja boðskap Guðs um kærleika og von með því að koma honum á framfæri. Við leggjum áherslu á að bjóða okkur fram til mannúðarstarfa og til að veita andlega hjálp til að bæta lífsgæði fólks í gegnum persónulegt samband við Guð.

Okkar Trú

Alþjóða-fjölskyldan er alþjóðlegt, kristilegt samfélag þar sem einstaklingar sameinast í því að flytja boðskap Guðs um kærleikann út um allan heim. Við trúum því að allir geti náð persónulegu sambandi við Guð í gegnum Jesú Krist en það veitir bæði hamingju og hugarró og verður því hvatning til þess að rétta öðrum hjálparhönd og sameinast í boðskap Hans um kærleikann.

Lesefni

Alþjóða-fjölskyldan (TFI) gefur út úrval af andlegum, uppbyggilegum, hvetjandi og fræðandi skrifum. Mikið úrval af þessu lesefni má finna á samfélagsmiðli TFI á flestum aðal tungumálum heims, eins og t.d. ensku, dönsku o.fl. (Sjá samfélagsmiðil TFI).

Í smáatriðum

Stjórnun

Þjónusta Alþjóða-fjölskyldunnar starfar sem leiðandi afl í Alþjóða-fjölskyldunni (TFI) og ábyrgist ýmsa þjónustu til trúboða hennar.

Stjórnskrá

Stjórnskrá

Árið 1995 samþykkti Alþjóða-fjölskyldan (TFI) Stjórnskrá sem skjalfestir trú, réttindi og ábyrgð fjölskyldumeðlima.

Aðild

Alþjóða-fjölskyldan (TFI) er meðfylgjadi aðild alls fólks og býður upp á fagnaðarboðskap þar sem enginn greinarmunur er gerður á kynþætti, menningu, kyni eða þjóðerni.

Lífsstíll og menning

Breytingar og endurnýjun hafa alltaf fylgt menningu Alþjóða-fjölskyldunnar (TFI). Þetta hefur gætt félaga hennar hæfni til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og leita sér nýrra leiða og aðferða í lífsleikni við margar og mismunandi aðstæður.

Verkefni

Fjölbreytni er einn aðalstyrkur TFI, eins og kemur ljóslega fram í fjölbreytni þeirra mannúðarverka sem félagar í TFI hafa tekið sér fyrir hendur sl. 40 áratugina.

Börn

Við trúum því að börn séu ómetanlegar gjafir frá Guði og eigi rétt á bestu umönnun sem völ er á í því umhverfi þar sem þau lifa og þar sem líkamlegum, menntunarlegum, vitsmunalegum, siðferðilegum og tilfinningalegum þörfum þeirra er ríkulega mætt.‬‬‬‬‬‬‬‬‬‬‬‬‬‬‬

Tónlist

Alþjóða-fjölskyldan býr yfir ríkri tónlistararfleifð. Félagar hennar hafa frumsamið þúsundir sönglaga þar sem gætir mikillar fjörbreytni hvað varðar lagaval og stíl.

Saga

Alþjóða-fjölskyldan (TFI), rekur uppruna sinn til ársins 1968 til Huntington Beach, í Kaliforníu, þar sem stofnandi hennar, David Brandt Berg (1919-1994), ásamt fjölskyldu sinni, setti á laggirnar n.k. aðstoð og þjónustu til stuðnings við hina uppreisnargjörnu æsku.

Hafa samband