Börn
Við trúum því að börn séu ómetanlegar gjafir frá Guði og eigi rétt á bestu umönnun sem völ er á í því umhverfi þar sem þau lifa og þar sem líkamlegum, menntunarlegum, vitsmunalegum, siðferðilegum og tilfinningalegum þörfum þeirra er ríkulega mætt.
Börnum er ætlað að vera elskuð og eiga að fá að alast upp við heilbrigð lífsviðhorf í jákvæðu og barnvænu umhverfi.
Barnaverndarmál: Alþjóða-fjölskyldan (TFI) er skuldbundin til að forða börnum frá skaða og leggur mikla áhersu á að þau kunni að sjá fyrir sér sjálf. Sjá Barnaverndarlög og stefna Alþjóða-fjölskyldunnar (TFI).
Saga
Alþjóða-fjölskyldan (TFI), rekur uppruna sinn til ársins 1968 til Huntington Beach, í Kaliforníu, þar sem stofnandi hennar, David Brandt Berg (1919-1994), ásamt fjölskyldu sinni, setti á laggirnar n.k. aðstoð og þjónustu til stuðnings við hina uppreisnargjörnu æsku.
Í lok ársins1969 þegar hópurinn taldi 100 félaga var hann kallaður „Guðsbörnin” af fjölmiðlum. Eftir 1972 var þegar búið að setja upp 130 bækistöðvar sem allar ráku sameiginlegt heimilishald út um allan heim. Snemma árið 1978 voru Guðsbörnin endurskipulögð og voru síðan þekkt sem Fjölskyldan (Alþjóðlega).
Á næstu fjóru áratugnunum urðu miklar breytingar á skipulagi og aðferðum. Árið 1995 var stjórnskrá samþykkt sem staðfesti trúarviðhorf, réttindi og skyldur félaga Fjölskyldunnar og samfélög.
Árið 2010 samþykkti Alþjóða-fjölskyldan enn á ný breytingar á skipulagi. Lögð var fram endurskipulögð áætlun þegar ljóst var að þörf var hjá hreyfingunni að gera ráð fyrir meiri fjölbreytni en halda samt áfram sömu markmiðum og fyrr.