Jesus Christ

Hvernig væri að hefja nýtt líf?

Myndir þú vilja vera í persónulegu sambandi við Guð, hinn ástríka Föður? Þá er ekki átt við formlegan og fjarlægan Guð sem leitast eftir trúarlegum athöfnum heldur Guð sem elskar þig persónulega og vill fylla líf þitt og hjarta af kærleika, gleði og hugarró – Guð sem vill vera í sambandi við þig, leiða þig í gegnum lífið, hugga þig þegar þér líður illa, fylla anda þinn af trú og sjálfstrausti í stað streitu áhyggjuefna, kenna þér að lifa í kærleika og í sátt og samlyndi við sjálfa/n þig og aðra, leysa spurningar og finna lausnir þegar þú þarft á þeim að halda.

Og síðast en ekki síst. Hvað finnst þér um öruggan aðgang að Himnaríki eftir að lífi lýkur á jörðu?

Þetta allt getur hlotnast þér núna og hvort sem þú trúir því eða ekki þá er það auðvelt! Hvað sem við reynum þá er enginn af okkur nógu góður til að geta frelsað sjálfan sig og öðlast aðgang að Himnaríki. Biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Rómverjabr. 3:23). En góðu fréttirnar eru þær að Guð sendi Jesú Krist til þess að taka á sig syndir mannanna til þess að allir þeir sem á Hann trúa og taka á móti gjöf Hans geti öðlast fyrirgefningu fyrir allar misgjörðir sínar og syndir og sameinast Guði á ný og lifa með kærleikann og frelsið að leiðarljósi að eilífu í Himnaríki. „Því svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3:16).

Það getur ef til vill hljómað ofur einfalt og jafnvel barnalega en þetta er einmitt sú áætlun sem Skapari himins og jarðar hefur kosið að birta okkur og með því veita okkur ástríki, sýna okkur sannleikann og frelsa okkur öll. Það var Hans ásetningur að gera okkur allt þetta svo auðvelt fyrir að hver og einn getur tekið á móti kærleika Hans án tillits til kynþáttar, trúar eða samfélagsstöðu. Allir—og hvenær sem er! Í sannleika sagt þá er það svo auðvelt að taka á móti Jesú að Hann sagði: „Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma“ (Markús 10:15).

Jesús elskar þig og Hann mun gefa þér þessa stókostlegu gjöf núna strax ef þú ferð í einlægni með þessa litlu bæn og biður Hann um að koma inn í hjarta þitt:

„Elsku Jesús, ég trúi því að Þú hafir dáið fyrir mig og að Þú elskir mig. Á þessari stundu opna ég hjarta mitt fyrir Þér og bið Þig að koma inn. Fyrirgefðu mér misgjörðir mínar og gefðu mér að gjöf að fá að lifa að eilífu í Himnaríki. Fylltu hjarta mitt af kærleika, friði og gleði og kenndu mér að deila öllu þessu með öðrum. Amen.“

Að hefja nýtt líf...


https://thefamilyinternational.org/en/how-about-new-life/starting-your-new-life/

Þegar Guð skapaði okkur gæddi Hann okkur þörfinni að elska og vera elskuð. Hann einn getur svalað þeirri innstu þörf sérhverrar sálar fyrir skilyrðislausan kærleika og fullkominn sannleika. Veraldlegir hlutir geta nægt líkamanum en aðeins Guð og hinn eilífi kærleikur Hans geta fyllt upp í hið andlega tómarúm hjartans sem Hann ætlaði sér sjálfum og einum. Anda mannsins verður aldrei fullkomlega svalað án allsherjar sameiningu við hinn stórkostlega og ástríka Anda sem skapaði hann.