Trúboðsstörf Alþjóða-fjölskyldunnar

Alþjóða-fjölskyldan (TFI) er:

Alþjóðlegt, kristilegt trúarsamfélag einstaklinga sem sameiginlega vinna að því að breiða út um allan heim boðskap Guðs um kærleikann. Við viljum miðla trúnni á vonina og trúna með hinn einlæga kærleik Jesú Krists að leiðarljósi, kærleikann sem á sér engin takmörk hvað varðar menningu, trúarbrögð, kynþátt, kynferði eða þjóðerni. Við reynum að gera okkar besta með því að boða trúarlegar lausnir og bæta með því líf annarra. Við leitumst við að fylgja boðskap Jesú Krists sem felst í því „að flytja fátækum gleðilegan boðskap. Hann hefur sent mig til að boða bandingjum lausn og blindum að þeir skulu fá sýn og láta þjáða lausa“ (Lúkas 4:18).

Við skuldbindum okkur til

  • Að gera heiminn að betri stað til að búa á: Við flytjum boðskap Guðs um kærleikann til handa öllu mannkyninu.

Við viljum breyta heiminum með því að virkja fólk til þess að þróa með sér persónulegt samband við Guð og með því breyta sinni eigin tilveru. Við reynum að búa fólki traust og orkumikið umhverfi þar sem það getur vaxið í trúnni, sameinast í vissunni um kærleika Guðs og frelsun mannanna, iðkað kristna trú og lært að virða gildi hversdagsins.

  • Að stuðla að trúarlegri og andlegri þróun: Við viljum veita fólki andlegan og tilfinningalegan stuðning svo það geti tekist á við heiminn eins og hann er í dag.

Félagar Alþjóða-fjölskyldunnar gefa fólki tækifæri til þess að þróa trú sína með persónulegri ráðgjöf og leiðbeiningum með þátttöku í stuðningshópum og námskeiðum, með bænahaldi og hugleiðslu ásamt hughreystingu og hvatningu á tímum erfiðleika og/eða þjáninga. Félagar taka einnig þátt í ýmiss konar menningarlegri og uppbyggjandi starfsemi fyrir börn og standa fyrir leiðbeningum byggðum á trúarlegu efni fyrir foreldra og kennara.

  • Að veita mannúðaraðstoð: Við leggjum áherslu á gildi lífsins og miðlum þeim til þeirra sem minna mega sín, til þeirra sem eru heimilislausir og þeirra sem eygja enga von.

Félagar í Alþjóða-fjölskyldunni leggja sig fram um að mæta þörfum annarra með öflugri mannúðaraðstoð, bráðavöktum, þjálfun sjálfboðaliða og byggingu rýma fyrir bágstadda. Þeir eiga frumkvæði á menningarlegu sviði, s.s. varðandi stofnun skóla fyrir þá sem minna mega sín, þeir stuðla að varanlegum þróunarverkefnum, koma á styrkjum og bótum, sjá um tölvukennslu, læknishjálp og dreifingu matvæla, fræða fólk um HIV-veiruna, aðstoð þar að lútandi og fyrirbyggjandi ráðstafanir og aðgerðir. Félagar veita einnig tilfinningalegan og andlegan stuðning til handa hjálparsveitum og taka þátt í heimsóknum til sjúkra, til munaðarleysingja, í flóttamannabúðir og í athvörf fyrir þá heimilislausu.